*

Bílar 21. maí 2014

BMW mun framleiða Z2 sportbílinn

BMW hefur unnið að smíði sportbílsins Z2 í nokkur ár.

Þýski bílarisinn BMW undirbýr nú framleiðslu á litlum tveggja sæta sportbíl sem mun fá nafnið Z2. Hann verður minni bróðir sportbílsins Z4 sem hefur verið nokkuð vinsæll. Smíði þessa minni sportbíls hefur verið á prjónunum hjá þýska lúxusbílaframleiðandanum í nokkur ár en hugmyndinni verður nú í framkvæmd. Samkvæmt upplýsingum frá BMW verður nýi bíllinn framhjóladrifinn en ekki afturhjóladrifinn eins og Z4.

Þessi nýi sportbíll mun fá fjögurra strokka vélar sem verða frá 160 til 230 hestöfl, en einnig ætlar BMW að bjóða hann í M-útfærslu og þá með um 300 hestafla vél. Bíllinn verður tilbúinn til sölu seint á árinu 2016 eða í byrjun árs 2017 og verður fyrsta árgerð bílsins 2017 samkvæmt upplýsingum frá BMW.

Stikkorð: BMW