
Björgvin Halldórsson tónlistarmaður er mikill áhugamaður um laxveiði og hefur sérstaka unun af því að handleika góðar veiðigræjur. Hann er í veiðifélagi sem ber alvöru „erlendis“ nafn eða Top of the Line Angling Club – Iceland.
Björgvin segist hlusta mikið á tónlist í veiðferðum, bæði í bílnum og í veiðihúsinu við matseldina, og því fengum við hann til að velja fyrir okkur tíu lög fyrir veiðitúrinn.
„Það er þá aðallega kántrítónlist sem passar við landslagið í bland við aðra smelli. Stundum tökum við gítara með. Ég á líka iPod með mörg þúsund lögum. Stundum er hann settur á „random“ og þá kemur ýmislegt skemmtilegt í ljós sem kitlar eyrað.“
Topp tíu listi Bó
Nánar er fjallað um málið í blaðinu Veiði, sem fylgir Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast blaðið hér.