*

Veiði 9. júlí 2016

Bó velur lög fyrir veiðitúrinn

Viðskiptablaðið fékk Björgvin Halldórsson til að taka saman tíu lög fyrir veiðitúrinn.

Trausti Hafliðason

Björgvin Halldórsson tónlistarmaður er mikill áhugamaður um laxveiði og hefur sérstaka unun af því að handleika góðar veiðigræjur. Hann er í veiðifélagi sem ber alvöru „erlendis“ nafn eða Top of the Line Angling Club – Iceland.

Björgvin segist hlusta mikið á tónlist í veiðferðum, bæði í bílnum og í veiðihúsinu við matseldina, og því fengum við hann til að velja fyrir okkur tíu lög fyrir veiðitúrinn.

„Það er þá aðallega kántrítónlist sem passar við landslagið í bland við aðra smelli. Stundum tökum við gítara með. Ég á líka iPod með mörg þúsund lögum. Stundum er hann settur á „random“ og þá kemur ýmislegt skemmtilegt í ljós sem kitlar eyrað.“

Topp tíu listi Bó

  1. Bona Sera — Louis Prima 
  2. Rambling Boy — Vince Gill and Charlie Haden 
  3. Nú sefur jörðin — Þorvaldur Blöndal /Davíð Stefánsson 
  4. Í fjarlægð — Karl O Runólfsson /Valdimar Hólm Hallstað 
  5. A Change is Gonna Come — Sam Cooke 
  6. Lately I’ve Let Things Slide — Nick Lowe 
  7. Svarta rósin frá San Fernando — Björgvin og Hjartagosarnir
  8.  Ideale — Tosti 
  9. We Are Gonna Hold On — George Jones 
  10. Crazy Moon – Merle Haggart

Nánar er fjallað um málið í blaðinu Veiði, sem fylgir Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast blaðið hér.