*

Veiði 25. ágúst 2012

Boð í Hlíðarvatn í Selvogi

Veiðifélögin við Hlíðarvatn bjóða veiðimönnum til veiði í vatninu á morgun. Leiðsögn verður á staðnum.

Veiðimönnum er boðið til veiða í Hlíðarvatn í Selvogi á morgun, sunnudaginn 26. ágúst.

Í fyrra mætti mikill fjöldi manna og var gerður góður rómur að. Ármenn eru hvattir til að mæta með fjölskyldur og vini. Valinkunnir félagar verða á staðnum til leiðsagnar, skrafs og ráðagerða og er þetta spennandi tækifæri til að kynnast þessu fornfræga veiðivatni.

Stikkorð: Hlíðarvatn  • Selvogur