*

Menning & listir 29. mars 2016

Bók um nýsköpunar- og frumkvöðlafræði

Bókaforlagið Routledge gefur út bókina The Political Economy of Innovation and Entrepreneurship: From Theories to Practice

Breska bókaforlagið Routledge hefur gefið út bókina The Political Economy of Innovation and Entrepreneurship: From Theories to Practice. Höfundur er dr. Ivar Jónsson, prófessor við Háskólann í Østfold, Noregi.

Í bókinni er fjallað um kenningar og rannsóknir á sviði nýsköpunar- og frumkvöðlafræða á þverfaglegan hátt og gerð grein fyrir framlagi mismunandi fræðigreina til rannsókna á þessu sviði. 

Fjallað er um nýsköpunar- og frumkvöðlastarfsemi á ólíkum stigum hennar, þ.e. makró stigi sem beinist að þjóðhagslegum áhrifum, meso stigi sem varðar samskipti milli fyrirtækja, rannsóknastofnana og opinberra stofnana og hlutverk þeirra í nýsköpunstarfsemi, og loks míkró stigi sem snýr að nýsköpunarstarfi innan fyrirtækja og stofnana. 

Einn kafli bókarinnar er helgaður félagslegri nýsköpunarstarfsemi (e. social innovation) og er þar fjallað um framlag Lord Horatio Nelsons, Benjamíns Franklíns og Margrétar Thatchers til félagslegrar nýsköpunarstarfsemi. 

Bókin höfðar til fræðimanna á sviði hagrænnar félagsfræði, stjórnmálafræði, hagrænnar landafræði og hagfræði, auk þeirra sem starfa á við stefnumörkun á sviði nýsköpunar- og frumkvöðlastarfsemi. Áhugasamir geta kynnt sér bókin nánar hér.

Stikkorð: Jónsson  • Ivar  • dr.