*

Menning & listir 23. september 2012

Bókadómur: Frábær ferðalangur

Framsetningin í Vegahandbókinni er óvenjuleg en fáir eru þó betri samferðamenn á ferðalagi um Ísland.

Vegahandbókin á sér langa sögu, enda hefur hún verið gefin út um langt skeið. Fyrir þá sem ferðast um landið eru fáir betri samferðamenn, því bókin er sneisafull af áhugaverð- um upplýsingum og sagnfræðilegum fróðleik. Hún nýtist vel þeim sem vilja vita hvað hægt er að gera sér til dundurs á hinum ýmsu stöðum á landinu, en er einnig skemmtileg upplestrarbók meðan á akstri stendur. Framsetningin er óvenjuleg og tíma getur tekið að venjast því að lesa af kortum, þar sem norður snýr ekki alltaf upp, en þegar sá þröskuldur er yfirstiginn er eftirleikurinn auðveldur.

Stikkorð: Vegahandbókin  • Bókadómur