*

Menning & listir 3. september 2014

Bókaumfjöllun: Alltaf ástæða til að fá sér í glas

Allir ættu að geta hlegið við lestur bókar um 20 tilefni til dagdrykkju.

Eydís Brynjarsdóttir

20 tilefni til dagdrykkju er nýjasta bók rithöfundarins og markaðsstjórans Tobbu Marínósdóttur,  þetta er hennar fjórða bók.

Það sem einkennir bókina einna helst eru æskuminningar Tobbu. Bókin er eins og lítil ævisaga þar sem hún segir frá ýmsum atvikum sem hún lendir í á unga aldri til dagsins í dag. Tobba hefur greinilega mikinn húmor fyrir sjálfri sér og fjölskyldu sinni þar sem hún gerir óspart grín af sjálfri sér og holdarfari sínu. Aðalsögupersónur bókarinnar að Tobbu frátalinni eru fjölskyldumeðlimir hennar og það gerir bókina ótrúlega fyndna og skemmtilega, en þó geta sumar senurnar verið sorglegar.

Ég held að stúlkur á öllum aldri geti hlegið með köflunum í þessari bók því þær hafa eflaust enduruppifað sig í sömu aðstæðum og Tobba, þá meina ég hvaða stelpa hefur ekki átt Tark buxur, langað að hefja fyrirtækisrekstur og talið sig ástfangna í leiksskóla!

Kaflarnir í bókinni eru stuttir, auðlesnir og  í raun sjálfstæð saga þannig að þú getur lagt bókina frá þér og tekið hana upp síðar þegar tími gefst til og ef til vill fengið þér glas úr góðri rauðvínsbelju.

Í hnotskurn: Skemmtileg skrifuð bók í alla staði og ætti engin að láta hana fram hjá sér fara.