*

Menning & listir 14. júní 2014

Bóla í sölu á karlmannsfötum

Aukin sala hefur orðið á hátískuvörum fyrir karlmenn spurningin er hvort að þetta sé bóla sem mun springa.

Aukin sala virðist hafa orðið að undanförnu á karlmannsfötum. Tískuveröldin segist stödd í karlmannsvöru góðæri. Þetta hófst allt árið 2000 þegar orðið "metrosexual" var fundið upp til að lýsa gagnkynhneigðum mönnum með tískuvit.

Terry Betts, yfirmaður karladeildar Selfridges, sagði í samtali við Financial Times að aukning hefði orðið um yfir 10% í sölu síðan á síðasta ári og vill meina að möguleiki sé á framtíðaraukningu.

Stór aukning hefur einnig orðið í áhuga á tískusýningum á karlmannsfötum en tískuvikan í London hefst með London Collections: Men fyrirbæri sem var ekki einu sinni til fyrr en árið 2012. Því virðist mikil uppsigling í karlmanns hátískuvörum.

 

Í síðustu viku þegar tölur af slæmri sölu hjá Prada voru birtar var bent á að stórvöxtur í karladeild fyrirtækisins væri lykillinn að framtíðarvelgengni. 

Stikkorð: karlatíska