*

Sport & peningar 16. ágúst 2013

Boltinn byrjar að rúlla

Veðmálabúllurnar á netinu búast við því að Chelsea verði með pálmann í höndunum eftir tímabilið.

Enski boltinn rúllar af stað á morgun. Fyrsti leikur tímabilsins í ensku úrvalsdeildinni verður á milli Liverpool og Stoke.

Veðmálasíðurnar Betson og Ladbrokes setja báðar mestar líkur á að Chelsea endi uppi sem sigurvegari tímabilsins.

Næst á eftir koma Manchester United, Manchester City, Arsenal, Liverpool og Tottenham.

Stikkorð: Chelsea  • Ladbrokes  • Betson