*

Bílar 22. janúar 2016

Bond-bíllinn til sölu

Aston Martin DB10-bifreiðin sem notaður var við tökum á Spectre mun nú vera seldur á uppboði.

Aston Martin hefur nú tilkynnt um að einn af DB10-bílum sínum sem sérsmíðaðir voru fyrir tökur á kvikmyndinni Spectre muni nú vera til sölu á uppboði. Flestir bílarnir sem notaðir voru við tökur á kvikmyndinni var breytt á einhvern hátt, en þessi tiltekni bíll var látinn ósnortinn eftir að framleiðslu lauk.

Spectre er sú nýjasta í James Bond-seríunni, en eins og áhugamönnum um breska njósnarann er kunnugt hefur hann keyrt Aston Martin síðan árið 1964 þegar kvikmyndin Goldfinger kom út.

Uppboðið verður haldið þann 18. febrúar, en minnsta boð verður 1 milljón punda eða um 186 milljónir króna. Aðeins tíu eintök eru til af lúxusrennireiðinni. 

Bíllinn er með 4,7 lítra V8-vél og getur að hámarki náð 305 kílómetra hraða á klukkustund. Það er ekki leyfilegt að keyra hann á almenningsvegum. Þá hefur bíllinn verið áritaður af leikara Bond í Spectre, Daniel Craig.

Stikkorð: Bílar  • Aston Martin  • James Bond  • Spectre