*

Menning & listir 7. mars 2013

Bonnie Tyler í Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva

Bonnie Tyler mun taka þátt í Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva fyrir hönd Bretlands í ár.

Nú ættu einhverjir að kætast því söngkonan Bonnie Tyler mun keppa fyrir hönd Bretlands í Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva í ár. BBC segir frá þessu í dag.

Söngkonan sem er velsk, er þekktust fyrir lagið sitt „Total Eclipse of the Heart“. Hún segist vera upp með sér að vera beðin um að syngja fyrir hönd Bretlands og segist ætla að gera allt sem hún getur til að sigra.

Bonnie Tyler sem er 61 árs, mun syngja lagið, Believe in Me, í Malmö 18. maí næstkomandi. Bonnie Tyler er á meðal fjölmargra Íslandsvina úr röðum erlendra tónlistarmanna en hún tryllti íslenska aðdáendur sína á tónleikum í Laugardalshöll í desember árið 1986.

Hér má sjá myndbandið við hið fræga lag Total Eclipse of the Heart.