*

Heilsa 18. janúar 2014

Borðaðu tómata

Tómatar eru stútfullir af steinefnum og vítamínum.

Tómaturinn er súperstjarnan í ávaxta- og grænmetisborðinu. Þeir eru ekki bara góðir heldur bráðhollir. Tómatar eru stútfullir af steinefnum og vítamínum, sérstaklega A- og C-vítamíni. Þeir innihalda einnig andoxunarefnið lycopene en rannsóknir hafa sýnt að það getur minnkað líkur á krabbameini í blöðruhálskirtli.

Næringarefnin hafa einnig góð áhrif á astma og hjarta- og lungnasjúkdóma. Það góða við tómatana er að þeir halda sínum næringarefnum þrátt fyrir eldun. Ekki er gott að geyma tómata í kæli.

Stikkorð: Tómatar