*

Bílar 7. nóvember 2012

Borgarbíll er nýr meðlimur í Skoda-fjölskyldunni

Nýr bíll undir merkjum Skoda var frumsýndur um síðustu helgi.

Nýr bíll hefur nú bæst í hóp smábíla hér á landi en það er borgarbíllinn Skoda Citigo, nýjasti meðlimurinn í Skoda fjölskyldunni. 

Citigo er með nýja 1,0 lítra 3ja strokka bensínvél sem er 60 hestöfl og gefur bílnum ágæta hörðun. Bíllinn er með ESP stöðugleikastýringu, samlæsingar, rafdrifnar rúður að framan, útvarpstæki með tengi fyrir Ipod, 6 hátalara hljómkerfi og hæðarstillanlegt ökumannssæti. Skoda Citigo er með ágætt innrarými af smábíl að vera og fer ágætlega um ökumann og farþega í framsætum og rúmt pláss er fyrir tvo farþega í aftursætinu. Þegar það er lagt fram stækkar farangursrýmið, sem er 251 lítri í í 951 lítra og allt að 2 metra á lengd og telst fyrir vikið það stærsta í þessum flokki bíla.

Uppgefin eyðsla er 4,5 lítrar í blönduðum akstri og útblástur er 105 g/CO2 á hvern ekinn kílómetra og fer hann því í flokk vistvænna bíla. Citigo fær því frítt í stæði í 90 mínútur í Reykjavík. Bíllinn fékk 5 stjörnur í Euro NCAP öryggisprófuninni.

Citigo varfrumsýndur hjá Heklu um síðustu helgi.

 

Stikkorð: Skoda Citigo