*

Sport & peningar 23. júlí 2014

Borgir milljónamæringanna

Mónakó er vinsælasti heimabær milljónamæringa, en þar er þriðji hver íbúi milljónamæringur.

Milljónamæringar vilja oft búa í menningarborgum þar sem lágir skattar ríkja. Hér fyrir neðan má sjá lista sem the Telegraph tók saman um þær borgir þar sem hæsta hlutfall íbúa eru milljónamæringar.

1. Mónakó er vinsælasti heimabær milljónamæringa, en borgin er vel þekkt sem skattaparadís þar sem margir eiga lúxus snekkjur og fylgjast með Grand Prix kappakstrinum. Hér er þriðjungur íbúa milljónamæringur.

2. Zurich í Sviss er vinsæll heimabær milljónamæringa en þeir eru samanlagt 27% af íbúum borgarinnar.

3. Genf í Sviss er þekkt fyrir að vera mjög dýr borg, það kemur manni því ef til vill ekki á óvart að þar er einn af hverjum fimm íbúum milljónamæringur.

4. New York er eina bandaríska borgin á listanum en þar er einn milljónamæringur á hverja 20 íbúa.

5. Frankfúrt er orðin að fjármálaborg Þjóðverja þar er einn milljónamæringur á hverja 30 íbúa.

6. London laðar að sér auðjöfra en þar eru 3,4% íbúa milljónamæringar.

7. Í Osló eru 2,9% íbúa milljónamæringar.

8. Singapúr er eina asíska borgin á þessum lista en þar eru 2,8% íbúa milljónamæringa.

9. Í Amsterdam í Hollandi eru 2,6% íbúa milljónamæringar.

10. Í Flórens á Ítalíu eru 2,5% af íbúunum milljónamæringar.