*

Sport & peningar 11. júní 2014

Brasilía stendur best að vígi

Samkvæmt mati PWC á hlutfallslegum styrk landsliða á HM er D-riðill sterkastur.

Brasilía stendur best að vígi á heimsmeistaramótinu í knattspyrnu samkvæmt mati PWC á styrk landsliðanna. PWC notar svokallaðar „hagmælingar“ (econometrics)  til að meta hvaða þættir hafa áhrif á velgengni liða á mótinu. Samkvæmt hagfræðingi PWC skiptir máli hversu mörgum leikmönnum landsliðið hefur aðgang að þegar hlutfallslegur styrkur er metinn. Hefð, áhugi fyrir knattspyrnu og fyrrum árangur landsliðsins eru einnig þættir sem hafa áhrif. 

Samkvæmt greiningu PWC er Brasilía líklegast til afreka á mótinu, vegna fótboltahefðar og forskots sem hlýst af þvi að spila á heimavelli. Þýskaland, Argentína og Spánn skora einnig hátt í mati á hlutfallslegum styrk.

Þegar riðlarnir eru skoðaðir er D-riðill sterkastur samkvæmt greiningunni. Í þeim riðli eru Úrúgvæ, Ítalía, England og Kostaríka. Mikil knattspyrnuhefð er í Úrúgvæ, Ítalíu og Englandi og samtals hafa þessi lönd unnið sjö af nítján heimsmeistaratitlum. Það gæti því orðið erfitt fyrir England að komast áfram úr þessum sterka riðli. G-riðill (Þýskaland, Bandaríkin, Portúgal og Gana) mælist einnig mjög sterkur samkvæmt vísitölu PWC.

Stikkorð: HM 2014