*

Matur og vín 17. mars 2018

Brauð & Co opnar í Vesturbænum

Bakaríið stendur við hlið Kaffihúss Vesturbæjar á Melhaga.

Brauð & Co hefur opnað súrdeigsbakarí í Vesturbænum. Bakaríið stendur við hlið Kaffihúss Vesturbæjar (Kaffi Vest) á Melhaga þar sem Gamla apótekið var áður.

Upphaflega stóð til að opna bakaríið í janúar eða febrúar. Um er að ræða fjórða bakarí Brauð & Co í Reykjavík, en fyrirtækið er með bakarí á Frakkastíg, í Fákafeni og á Hlemmi.

Í viðtali við Viðskiptablaðið í lok nóvember síðastliðinn sagði Ágúst Fannar Einþórsson – eða Gústi – framkvæmdastjóri Brauð & Co að hann langaði meira inn á heildsölumarkaðinn, „að baka fyrir veitingastaði og hótel og koma brauðinu mínu á fleiri staði.“

Stikkorð: bakarí  • Brauð & Co  • Vesturbær