*

Sport & peningar 4. nóvember 2019

Brautarholt á forsíðu virts golftímarits

Íslenskir golfvellir vekja athygli erlendra golftímarita. Brautarholt á meðal 100 bestu golfvalla Evrópu.

Golf hefur í gegnum tíðina notið mikilla vinsælda hér á landi og má finna mikinn fjölda golfvalla víða um land. Nú virðist vera að íslenskir golfvellir séu farnir að vekja athygli út fyrir landsteinanna, en í nýjasta tölublaði hins virta golftímarits Links Magazine er mynd af golfvellinum í Brautarholti á forsíðu. Þar að auki má finna umfjöllun um íslenska golfvelli undir fyrirsögninni Iceland is hot

Fyrrnefndur golfvöllur í Brautarholti hefur vakið athygli fleiri erlendra golftímarita, en völlurinn var nýlega valinn í 91. sæti yfir 100 bestu golfvelli Evrópu að mati Continental Europe, og besti golfvöllurinn á Íslandi að mati Golf World. 

Listinn yfir bestu golfvelli Evrópu samanstendur af sex flokkum og er Brautarholt í fjórða sæti yfir eftirminnilegustu golfvelli Evrópu (e. Memorability) og þriðja sæti í flokknum „setting“.

Stikkorð: Golf  • Brautarholt