*

Bílar 14. maí 2017

Breiðari og snarpari Swift

Nýr Suzuki Swift kemur til landsins í næsta mánuði — eyðslan er eiginlega bjánalega lítil miðað við afkastagetuna.

Guðjón Guðmundsson

Eins og margir nýir bílar hefur Swift breikkað í nýjustu gerð. Hann  sjálfur um fjóra sentimetra. Swift  er líka lítið eitt lægri og lengdin er svipuð en hjólhafið meira. Með því eykst farþegarýmið og farangursrýmið er 54 lítrum meira en í fyrri gerð, eða 25% meira. Útlitsbreytingarnar eru ekki byltingarkenndar en eftirtektarverðar. Ný framljós og um leið framsvipur breytir svipmótinu talsvert og hið mikla gluggaflæði allan hringinn líka sem gerir allt útsýni úr bílnum mikið. Þetta er bíll með nútímalegum útlitslínum sem höfðar sennilega til yngri bílkaupenda en ekki síður þeirra eldri sem annar bíll á heimili.

Bíll sem „lúkkar“

Undirrituðum hefur alltaf þótt teikning þessa bíls vel heppnuð – hann hefur “lúkkað vel” sem var ekki hægt að segja um marga aðra bíla í sama stærðarflokki. Þó voru þar undantekningar, eins og Mini, sem ekki hefur átt upp á pallborðið hérlendis að neinu ráði, og smábílar Fiat, ekki síst 500.

Swift lúkkar líka í nýjustu gerð en stóra breytingin er nýr undirvagn, sá hinn sami og nýr Baleno og Ignis eru smíðaður á, ný 1.0 lítra Boosterjet vél, sem er  umtalsvert snarpari en þær vélar sem Swift hefur getað státað af fram til þessa. Önnur stefnubreyting hjá Suzuki er að bjóða Swift mun betur búinn en áður og uppfæra innanrýmið í takt til sportlegra útlits og meiri gæða í efnisvali. Þannig verður hann t.a.m. ekki lengur boðinn þrennra dyra og öryggisbúnaður í sumum gerðum er yfirgripsmeiri og hátæknivæddari en menn eiga að venjast í bíl í þessu stærðarflokki.

Þessi eins lítra, þriggja strokka, túrbóvél er merkilega spræk og togar meira en menn grunar miðað við hve slagrýmið er lítið. Upplifunin er ekki ósvipuð og af Ecobooster vél Ford sem er með sama, litla slagrýminu. Tilfinningin er líka góð því eyðslan er eiginlega bjánalega lítil miðað við afkastagetuna og snerpuna.

Nánar má lesa um málið í bílablaði sem fylgdi Viðskiptablaðinu 11. maí. Áskrifendur geta nálgast blaðið hér að ofan undir liðnum Tölublöð, aðrir geta skráð sig í áskrift hér.

Stikkorð: Suzuki  • reynsluakstur  • bílar  • Suzuki Swift