*

Ferðalög & útivist 24. júlí 2013

Bretar áhyggjufullur yfir fáum ferðamönnum frá Kína

Kínverskir ferðamenn eyða mestu af öllum þjóðum heimsins en Bretum tekst ekki að fjölga þeim eins og þeir vildu.

Áætlun breskra stjórnvalda að fjölga ferðamönnum frá Kína er að mistakast. Á síðasta ári tilkynntu bresk stjórnvöld að þeir ætluðu að fjölga ferðamönnum frá Kína frá 149 þúsund og upp í 500 þúsund fyrir árið 2015. Það mun líklega ekki takast.

Í skýrslu frá aðilum innan ferðamannaiðnaðarins í Bretlandi kemur fram að líklega munu færri en 320 þúsund ferðamenn frá Kína heimsækja landið 2015 miðað við horfurnar í dag.

Aukning á ferðamönnum frá Kína frá 2011 til 2012 var aðeins 20% en ekki 35% sem var markmið stjórnvalda. Þetta eru töluverð vonbrigði fyrir bresk stjórnvöld því ferðamenn frá Kína eru í fyrsta sæti þjóða sem eyða mestu á ferðalögum. Þeir eyddu 102 milljörðum dala eða 12.605 milljörðum króna árið 2012 sem er 40% hækkun frá 2011 en þá eyddu þeir 73 milljörðum dala eða 9.021 milljarði króna.

Ferðamaður frá Kína eyðir að meðaltali 311 þúsund krónur í hverri heimsókn til Bretlands. Það er næstum þrefalt meira en ferðamaður frá Bandaríkjunum.

Ástæðan fyrir áhugaleysi kínverskra ferðamanna er talin vera kostnaður í tengslum við vegabréfsáritanir og tolla. En fjögurra manna fjölskylda frá Kína þarf að borga 62 þúsund krónur í tolla og vegabréfsáritun á mann kostar tæplega 15 þúsund krónur. The Telegraph segir frá málinu á vefsíðu sinni hér

Stikkorð: Kína  • Bretland  • Ferðamannaiðnaður  • Kína