*

Sport & peningar 16. apríl 2014

Breytingar hjá Lakers

Öruggt er að Kobe Bryant verður áfram hjá Lakers en það styttist í að Gasol fari.

Töluverðar breytingar eru fram undan hjá NBA liðinu Los Angeles Lakers, sem í fyrsta skiptið í langan tíma verður ekki í úrslitakeppninni. Ljóst er að Kobe Bryant verður með liðinu næstu tvö tímabil. Í lok síðasta árs skrifaði hann undir tveggja ára samning, sem er metinn á tæpar 50 milljónir dollara.

Nokkuð víst er að Pau Gasol, sem hefur verið með 20 milljónir í árslaun, fari í sumar. Lakers er bara með einn valrétt í fyrstu umferð nýliðavalsins. Það er því ljóst að þeir munu herja á þá leikmenn sem eru með lausa samninga í sumar.