*

Bílar 1. október 2014

Breyttur Kia Rio í París

Nýtt útlit á hinum vinsæla Kia Rio verður kynnt á bílasýningunni í París.

Suður-kóreski bílaframleiðandinn Kia Motors mun kynna nýtt útlit á hinn vinsæla Kia Rio á bílasýningunni í París sem hefst brátt. Kia Rio er söluhæsti bíll Kia Motors.

Talsverðar breytingar eru gerðar á þessari fjórðu kynslóð Kia Rio, bæði að utan- sem innan. Framendi bílsins er nokkuð breyttur, með nýtt grill, nýjan stuðara og þokuljós. Bíllinn fær einnig nýjan stuðara að aftan.

Að innan verður Rio með nýjan miðjustokk og notkun á krómi er aukin í innréttingu bílsins. Nýjar vélar verða í boði í Rio, allt frá 74 til 107 hestafla og hann verður í boði bæði beinskiptingur og sjálfskiptur. Hægt verður að fá bílinn með Stop/Start búnaði.

Kia ætlar einnig að kynna í París nýjan Sorento jeppa og nýjan Optima í Hybridútfærslu þ.e. með tvinnaflrás.

Stikkorð: Kia  • Kia Rio