*

Menning & listir 18. ágúst 2012

Brosað í gegnum tárin

Heimildarmyndin Hrafnhildur vekur jafnt hlátur sem grátur hjá áhorfendum og fær 4 stjörnur af 5 í gagnrýni Viðskiptablaðsins.

Heimildarmyndin Hrafnhildur var frumsýnd í Bíó Paradís þriðjudaginn 7. ágúst fyrir troðfullum sal gesta. Myndin er um karlmanninn Halldór Hrafn sem hefur alltaf upplifað sig sem konu. Viðfangsefnið er alvarlegt og viðkvæmt. Myndin nær að sýna ólíkar hliðar á þessu erfiða ferli þar sem bíógestir geta meira að segja hlegið og brosað í gegnum tárin. Myndin tók um 4 ár í vinnslu þar sem Ragnhildur Steinunn Jónsdóttir, leikstjóri myndarinnar, fylgir Hrafnhildi eftir þegar hún gengur í gegnum kynleiðréttingu.

Stikkorð: Bíó  • Ragnhildur Steinunn  • Hrafnhildur