*

Menning & listir 8. ágúst 2019

Brosnan leikur myndarlegasta mann Íslands

Leikarinn Pierce Brosnan mun koma til með að leika „myndarlegasta mann Íslands“ í gamanmynd um Eurovision.

Leikarinn Pierce Brosnan, sem er best þekktur fyrir að hafa farið með hlutverk James Bond í nokkrum kvikmyndum um njósnarann, mun koma til með að leika „myndarlegasta mann Íslands“ í gamanmyndinni Eurovision, sem Netflix hefur í bígerð. RTE greinir frá þessu.

Will Ferrell og Rachel McAdams leika aðalhlutverkin í umræddri kvikmynd - íslensku tónlistarmennina Lars Erickssong og Sigrit Ericksdottir. Persónan sem fyrrnefndur Brosnan leikur, er ásamt því að vera fallegasti maður Íslands, faðir söguhetjunnar Lars.

Enn á eftir að tilkynna útgáfudag kvikmyndarinnar en Ferrell mun sjá um að skrifa handrit hennar, ásamt því að fara með aðalhlutverkið.