*

Bílar 21. maí 2018

Brúðarbílinn kostar 50 milljónir

Brúðarbíll Harry Bretaprins og Meghan Markle var 1968 Jaguar E-Type Concept Zero sem breytt hefur verið í rafmagnsbíl.

Brúðkaup Harry Bretaprins og bandarísku leikkonunnar Meghan Markle var ekki ókeypis. Öryggisgæsla vegna brúðkaupsins mun kosta breska skattgreiðendur 4,4 milljarða króna líkt og Viðskiptablaðið greindi frá í gær. Þá kostaði brúðkaupið sjálft um 200 milljónum króna.

Meðal kostnaðarliða var leiga á brúðarbílnum, 1968 Jaguar E-Type Concept Zero, sem hefur verið breytt í rafmagnsbíl. Hægt er að kaupa þessa gerð af Jaguar á 350 þúsund pund, tæpar 50 milljónir króna.

Bílinn kemust úr kyrrstöðu og upp í hundrað kílómetra hraða á 5,5 sekúndum. Athygli vakti að bílinn er gerður fyrir hægri umferð og er stýrið því vinstra meginn á bílnum.

Númeraplata bílsins var E190518 sem stendur fyrir Essex og brúðkaupsdaginn 19. maí 2018.