*

Sport & peningar 14. september 2013

Bruðlið í boltanum

Leikmenn komu og fóru frá ensku knattspyrnuliðunum í allt sumar fyrir gríðarlega háar fjárhæðir.

Guðni Rúnar Gíslason

Það var lokað fyrir gluggann í síðustu viku sem liðin í ensku úrvalsdeildinni hafa til að kaupa nýja leikmenn. Sum félögin nýttu gluggann ansi vel og eyddu háum fjárhæðum í að styrkja sig fyrir tímabilið sem hófst í ágúst. Alls keyptu liðin leikmenn fyrir um 741 milljón evra sem samsvarar um 118 milljörðum íslenskra króna.

Ef tekið er tillit til sölu á leikmönnum þá settu félögin samt sem áður um 482 milljónir evra í nýja leikmenn umfram það sem þau fengu fyrir þá eldri sem sendir voru í burtu.

Nánar má lesa um málið í Viðskiptablaðinu 12. september 2013. Áskrifendur geta nálgast blaðið hér að ofan undir liðnum tölublöð.

Stikkorð: Sport & Peningar