*

Matur og vín 7. nóvember 2013

Búðu til pylsur, með byssu

Grænmetisætur eða hatarar unninnar kjötfæðu ættu sennilega ekki að lesa þessa frétt.

Fyrir áhugafólk um pylsugerðalist og byssur þá er uppfinning Iskander van Wagtendonk tilvalin jólagjöf. Útskriftarverkefni hans, frá skólanum Design Academy Eindhoven, var eins konar pylsubyssa. 

Pylsugerð hefur hingað til ekki verið talin geðslegasta matreiðslan sem hægt er að hugsa sér: Kjöt og fita hökkuð í graut og öllu troðið í svínagarnir. En kjötbyssa Iskander van Wagtendonk kann að breyta því öllu. 

Síðan er þetta líka sniðugt fyrir fólk sem finnst gaman að sprauta mat úr byssum og vill vinna kjötið sitt sjálft í stað þess að kaupa unnið kjöt sem er oft fullt af guð má vita hverju. Verði ykkur að góðu. 

Stikkorð: Pylsur  • Gleði  • Gaman