*

Bílar 12. janúar 2015

Bugatti Chiron tekur við af Veyron

Hámarkshraði Bugatti Chiron verður 463 km/klst sem er það mesta sem bíll frá Bugatti hefur náð.

Bugatti Chiron verður nýjasti bíll lúxusbílaframleiðandans og mun taka við af Bugatti Veyron.

Hinn nýi Chiron verður gríðarlega kraftmikill og 16 strokka og 8,0 lítra bensínvél auk rafmótora mun skila hvorki minna né meira en 1.500 hestöflum. Þetta er ekkert smá vopnabúr og ljóst að Chiron mun geta stungið langflesta bíla af enda aðeins 2,5 sekúndur úr kyrrstöðu í hundraðið.

Hámarkshraði bílsins verður 463 km/klst. sem er það mesta sem bíll frá Bugatti hefur náð. Chiron á að vera umtalsvert léttari en Veyron.

Stefnt er á að bíllinn komi á markað árið 2016.