*

Sport & peningar 13. september 2021

Búið að manna Viaplay skútuna

Í vetur munu í fyrsta sinn á Íslandi tveir aðilar deila sýningarrétti á Meistaradeild Evrópu í knattspyrnu.

Viaplay hefur kynnt til leiks hverjir muni manna Meistaradeildarskútu streymisveitunnar þetta tímabilið. Viaplay deilir sýningarréttinum af Meistaradeild Evrópu með Stöð2 Sport og er þetta í fyrsta sinn sem réttinum er deilt á milli samkeppnisaðila. 

Í frétt knattspurnumiðilsins 433 á dv.is er Viaplay-liðið kynnt til leiks. Sigurður Hrannar Björnsson, markvörður HK, mun stýra þáttum í kringum útsendingar leikjanna. Lovísa Dröfn, sem hefur séð um lýsingar á Viaplay, verður Sigurði til halds og trausts í settinu. 

Þá verða Freyr Alexandersson, þjálfari Lyngby í Danmörku, og fyrrverandi landsliðsmaðurinn Rúrik Gíslason Sigurði innan handar fram að áramótum sem sérfræðingar. Auk þess hefur Viaplay samið við Elísabetu Gunnarsdóttur, þjálfara Kristianstad í Noregi um að koma fram sem sérfræðingur.

KR-ingurinn Kjartan Henry Finnbogason, sem sneri á ný heim í Vesturbæinn úr atvinnumennsku, mun svo sjá um að lýsa leikjunum ásamt lýsendum Viaplay, sem eru þeir Hörður Magnússon, Gunnar Ormslev og Valtýr Björn Valtýsson.

Stikkorð: Viaplay