*

Tölvur & tækni 15. nóvember 2013

Búið að ná í Candy Crush 500 milljón sinnum

Tölvuleikurinn Candy Crush hefur slegið í gegn um allan heim og í dag er búið að ná í leikinn 500 milljón sinnum.

Vinsældir tölvuleiksins Candy Crush ætla engan endi að taka. Í dag hefur verið náð í leikinn 500 milljón sinnum á snjallsíma og Facebook.

Leikurinn var fyrst aðgengilegur á Facebook í apríl 2012 og kom síðan í snjallsímana í nóvember á sama ári.

Tilkynningin um 500 milljónasta niðurhalið kom á eins árs afmæli leiksins á snjallsíma. Ekki fengust þó upplýsingar um hversu margir spiluðu leikinn eða hvað hann væri búinn að búa til mikinn pening. Sjá nánar á The Guardian

Stikkorð: Tölvuleikur  • Candy Crush