*

Tölvur & tækni 2. febrúar 2016

Búist við nýjum iPhone og iPad Air

Fréttaveitur búast við að Apple muni kynna nýjar snjallgræjur á næsta blaðamannafundi sínum í mars.

Karl Ó. Hallbjörnsson

Tim Cook mun mögulega kynna til leiks nýjar útgáfur af iPhone 5 og iPad Air á næsta blaðamannafundi tæknirisans Apple. Þetta kemur fram á fréttavef MacRumors.

Búist er við að iPhone ‘5se’ snjallsíminn verði kynntur til leiks, en orðrómar herma að síminn muni meðal annars innihalda A9-örgjörva og hafa fjögurra tommu skjá - en mörgum hefur fundist stærð iPhone 6 símans verið einhverju of stór í hendi.

Þá hefur einnig verið talað um að nýr iPad Air, sá þriðji í seríunni, verði kynntur á fundinum. Pískrið bendir til þess að einhverjar hönnunarbreytingar verði á tækinu, auk þess sem skjáupplausn spjaldtölvunnar verði í 4 þúsund dílum.

Einhverjir hafa þá rætt um möguleika þess að ný tegund snjallúrsins Apple Watch verði kynnt á blaðamannafundinum - en nýjar heimildir benda til þess að það sé ólíklegt að nokkrar stórar breytingar verði á tækinu enn sem komið er. Ef til vill verður FaceTime-myndavél bætt við, og nýjar armbandsólir kynntar til sögunnar.

Stikkorð: iPad  • Apple  • iPhone  • Snjallúr  • Apple Watch