*

Híbýli 4. maí 2021

Bústaður Tinu vekur heimsathygli

Sumarbústaður dönsku tónlistarkonunnar Tinu Dickow við Þingvallarvatn hefur vakið athygli fjölmiðla víða um heim.

Sumarbústaður dönsku tónlistarkonunnar Tinu Dickow og Helga Hrafns Jónssonar eiginmanns hennar og tónlistarmanns við Þingvallavatn hefur vakið athygli fjölda erlendra fjölmiðla. Tina er meðal þekktustu tónlistarmanna Dana en hjónin búsett á Íslandi. 

Bústaðurinn var á forsíðu danska blaðsins Bo Bedre í janúar og hefur síðan þá verið til umfjöllunar í fjölmiðlunum víða um heim, nú síðast í Business Insider.

Mikið útsýni er yfir Þingvallavatn úr bústaðnum sem er allur hinn glæsilegasti. Bústaðurinn sem er um 170 fermetrar og fellur vel inn í umhverfið við vatnið. Þar má meðal annars finna veglegt baðkar á stofugólfinu þar sem njóta má útsýnisins yfir vatnið.

Húsið var hannað af arkitektunum Kristjáni Eggertssyni og Kristjáni Erni Kjartanssyni hjá arkitketastofunni KRADS. 

Úr umfjöllun Business Insider: