*

Bílar 18. október 2015

Býður í fyrsta sinn upp á atvinnubíla

Bílabúð Benna býður nú í fyrsta skipti upp á atvinnubíla en bílaumboðið hefur tekið inn nýja og flotta línu atvinnubíla frá Opel.

Við erum 40 ára gamalt fyrirtæki og nú í fyrsta sinn tökum við inn atvinnubíla og erum stoltir af því að bjóða upp á þessa spennandi og flottu línu frá Opel,“ segir Benedikt Eyjólfsson, forstjóri Bílabúðar Benna. Fyrirtækið tók einmitt yfir Opel umboðið í fyrir rúmu ári og býður auk atvinnubílanna upp á margar gerð- ir fólksbíla frá þýska bílaframleiðandanum

Fjölmargar mismunandi útfærslur

„Atvinnubílarnir Combo, Vivaro og Movano eru misstórir en allir fjölhæfir og hagkvæmir atvinnubílar og fást þeir í fjölmörgum mismunandi útgáfum. Combo er minnstur af þeim en hann leynir mjög á sér og er furðu rúmgóður miðað við stærð. Hann er með burðargetu upp í 900 kíló. Combo kemur með 1,3 lítra dísilvél sem skilar 90 hestöflum og eyðslan er frá aðeins 5,1 l/100 km miðað við blandaðan akstur. Við bjóðum einnig upp á Combo með 1,6 lítra dísilvél sem skilar 105 hestöflum.

Vivaro er bæði til sem sendibíll og sem 9 manna bíll sem hefur verið vinsæll í ferða- þjónustunni. Leigubílstjórar hafa einnig verið að taka þennan bíl. Burðargetan á honum er upp í 1.280 kíló. Hann er með 1,6 lítra dísilvél sem skilar 115 hestöflum og togið er 300 Nm. Eyðslan er frá 6,1 l/100 km. Vivaro er fáanlegur í tveimur mismunandi lengdum og tveimur mismunandi hæðum auk þess sem hægt er að fá hann með einni sætaröð fyrir aftan ökumann.

Movano er stærstur af atvinnubílunum frá Opel. Hann er með 2,3 lítra dísilvél og skilar 125 hestöflum og togið er 310 Nm. Hann er fáanlegur í fjórum lengdum og þremur hæðum, bæði sem framdrifinn eða afturdrifinn og einnig á tvöföldu að aftan og þá með mesta burð upp á 2,2 tonn. Einnig er hægt að fá Movano sem 9-17 manna bíla og þá er þetta orðin eins og lítil rúta. Hæðin á bílnum er 2,50 metrar sem þýðir að það er hægt að standa uppréttur í honum. Það er hægt að fá hann sem grindarbíl, kassabíl og vinnuflokkabíl með palli, bæði með einföldu og tvöföldu húsi,“ segir Benedikt.

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast pdf-útgáfu af blaðinu með því að smella á hlekkinn Tölublöð