*

Veiði 3. mars 2013

Byrjendanámskeiðin vinsælli í fluguhnýtingunum

Stangveiðimenn geta auðveldlega undirbúið veiðitímabilið yfir vetrartímann með fluguhnýtingum.

Fjölmargar veiðibúðir og veiðifélög bjóða upp á hnýtingarnámskeið fyrir byrjendur jafnt sem lengra komna. Hjá Stangaveiðifélagi Reykjavíkur (SVFR) er haldið opið hnýtingarkvöld aðra hverja viku í félagshúsinu í Elliðaárdal. Kvöldin verða haldin fram í miðjan maí, að sögn Haralds Eiríkssonar hjá SVFR.

„Þá geta menn komið og fengið leiðbeiningu án þess að það sé námskeið sem slíkt. Það eru öll tæki og efni til staðar. Þeir sem vilja geta mætt og fengið að kynnast hnýtingunum,“ segir Haraldur en leiðbeinendur eru á staðnum. Hann segir aldursbilið breitt. „ Það er sérstaklega gaman að sjá. Sá yngsti er kannski fimm ára og sá elsti áttræður,“ segir hann.

Víða er boðið upp á námskeið í fluguhnýtingum og er algengt verð um tíu þúsund krónur. Þá er kennt í minni hópum. MatthíasÞór Hákonarson hjá Veiðivörum segir að námskeið hjá þeim séu tvær kvöldstundir að lengd. Byrjendanámskeiðin hafi verið vinsælli en framhaldsnámskeiðin.

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast blaðið undir liðnum Tölublöð hér að ofan.

Stikkorð: Fluguhnýtingar