
Mercedes-Benz frumsýndi fyrsta C-Class Cabriolet blæjubílinn í langri og merkri sögu þýska lúxusbílaframleiðandans á bílasýningunni í Genf í gærkvöld. Bíllinn er byggður á C-Class Coupé og er ætlað að keppa við Audi A3 Cabriolet og BMW 4-línuna í blæjubílsútfræslu.
Mercedes-Benz C-Class Cabriolet verður í boði í nokkrum vélarútfærslum m.a. með tveimur dísilvélum og sex bensínvélum. Hægt verður að setja blæjuna upp og niður á 20 sekúndum á allt að 50 km hraða.
Mercedes-AMG C43 með 4Matic Cabriolet verður kraftmesta útfærslan sem í boði verður en hann er með þriggja lítra V6 bensínvél með tvöfladri forþjöppu sem skilar 362 hestöflum. Bíllinn fer í hundraðið á aðeins 4,8 sekúndum.