*

Bílar 6. janúar 2017

C-HR og Tivoli XLV frumsýndir

Tveir nýir bílar verða frumsýndur á morgun laugardag. Um er að ræða nýjan Toyota C-HR og Ssangyoung Tivoli XLV.

Tveir nýir bílar verða frumsýndur á morgun laugardag. Um er að ræða nýjan Toyota C-HR og Ssangyoung Tivoli XLV.

Toyota C-HR hefur verið beðið með allmikilli eftirvæntingu enda glænýr bíll úr smiðju Toyota. C-HR er crossover og er framúrstefnulegur í útliti bæði að utan og innan en hinn laglegasti að sama skapi. Fallega lagað húddið er látið flæða yfir brettalínuna sem gefur bílnum sérstakt útlit sem fer vel með áberandi framljósunum og demantslaga grillinu.

Handföngin á afturhurðunum eru efst í horninu og svolítið falin þannig að við fyrstu sýn virðist bíllinn vera þriggja dyra í stað fimm. Innanrýmið er laglegt og nokkuð ólíkt því sem Toyota hefur boðið upp á bílum sínum. C-HR verður í boði í nokkrum útfærslum.
Bíllinn verður frumsýndur hjá Toyota í Kauptúni, Reykjanesbæ, á Akureyri og Selfossi á morgun kl. 12-16.

Nýjasti smellurinn frá SsangYong, sportjeppinn Tivoli, var kynntur til sögunnar á síðasta ári og hefur spilað stórt hlutverk í vaxandi velgengni SsangYong á alþjóðavísu. Sportjeppinn tryggði sér sæti á lista yfir bíla sem tilnefndir voru til nafnbótarinnar Bíll ársins 2017. Nýjasta útspilið frá SsangYong heitir Tivoli XLV og er vel útbúinn, extra langur sportjeppi.

Hann er fjölhæfur og búinn fjórhjóladrifi eins og allir hinir SsangYong bræður hans. Tivoli XLV verður frumsýndur á morgun á þremur stöðum, hjá Bílabúð Benna í Tangarhöfðanum, hjá Bílaríki Akureyri og hjá Bílabúð Benna á Njarðarbraut í Reykjanesbæ kl. 12-16.

Stikkorð: bílar  • C-HR  • SSyoung