*

Bílar 23. júlí 2012

Cadillac gegn heiminum

Bandaríski bílaframleiðandinn gefur ekkert eftir í harðri samkeppni lúxusbílaframleiðenda.

Cadillac hefur blásið til sóknar á lúxusbílamarkaðnum. Í tilefni af Ólympíuleikunum hefur Cadillac farið í auglýsingaherferð sem ber heitið Cadillac ATS vs. The World.

Þar kynnir bandaríski bílaframleiðandinn ATS bíl sinn, sem ætlað er að keppa við BMW 3, Audi A4 og Mercedes Benz C.

Segja Cadillac menn að bíllinn sé prófaður við erfiðustu aðstæður sem hægt er að finna. Má þar nefna eyðimörkina í Marakkó og kappakstursbrautina í Mónakó.

Stikkorð: Cadillac  • Cadillac ATS