*

Bílar 13. maí 2012

Cadillac gegn þýsku lúxusbílunum

XTS keppir við lúxusbíla frá Audi, Mercedes Benz og BMW.

General Motors sem framleiðir lúxusbílana Cadillac hefur sett XTS bíllinn á markað í Bandaríkjunum og Kanada. Bíllinn er talsvert stærri en CTS bíllinn.

Bíllinn er vel búinn. Er með 300 hestafla V6 vél og fjórhjóladrif.

Ljóst er að bílnum er ætlað að keppa við Audi A6, BMW 5 línuna og Mercedes Benz E línuna. Reyndar segir Cadillac menn að splássið sem meira en í þýsku keppinautunum.

Ekki er nóg með það heldur segir framleiðandinn að farangursrými í XTS sé 509 lítrar og stærra farangursrými flaggskipa þýsku framleiðandanna, Mercedes Benz S, BMW 7 og Audi A8.

Í ljósi þess er líklegt að XTS muni taka talsverðan skerf af þeim markaði bíla, sem keyrðir eru af einkabílstjórum. Lincoln hættir framleiðslu á Town Car bílnum innan skamms. Vinsældir Town Car voru ekki síst vegna mikils farangursrýmis.

Bíllinn kostar frá 45 þúsund dölum í Bandaríkjunum. Kaupandinn fær Ipad í kaupbæti.

Cadillac lúxusbílarnir hafa verið framleiddir frá 1902. Meðal þekktra einstaklinga sem ferðast um í Cadillac er forseti Bandaríkjanna. 

 

 

 

 

Stikkorð: Cadillac