*

Hitt og þetta 23. nóvember 2005

Cantona gagnrýnir Glazer

Franski knattspyrnusnillingurinn Eric Cantona hefur komið á óvart með yfirlýsingum um að hann muni aldrei snúa til starfa hjá Manchester Utd. á meðan Malcom Glazer og hans fjölskylda ráði ríkjum þar. Cantona hefur hvað eftir annað verið orðaður við störf hjá liðinu sem hann lék með í eina tíð. Hefur meðal annars verið haft eftir honum að hann gæti vel hugsað sér að taka við af Sir. Alex Ferguson sem knattspyrnustjóri liðsins. Nú segir hann hins vegar að þó honum yrðu boðnar 100 milljónir evra þá myndi hann ekki taka við starfinu meðan Glazer ráði ríkjum. Ástæðan sé einföld -- Glaser hafi ekkert vit á knattpyrnu! Sumir myndu hugsanlega vilja mótmæla þessu og benda Cantona að mestu skipti að Glazer hafi vit á peningum!

Byggt á www.bbc.com