
Það er margt spennandi að gerast hjá Porsche á Íslandi þessa dagana. Fyrst ber að nefna að nú hefur Porsche eignast nýtt heimili og er flutt af Vagnhöfðanum í sýningarsal Bílabúðar Benna að Krókhálsi.
Efnt verður til sýningar af þessu tilefni laugardaginn 22. Júní. Sýningargripirnir eru ekki af verri endanum og margt spennandi verður á boðstólum í nýja Porsche-salnum.
Thomas Már Gregers, sölustjóri Porsche á Íslandi, segir að við þessi tímamót sé ánægjulegt að geta boðið upp á fjölbreytta sportjeppasýningu og tvöfalda frumsýningu: „Fyrst má nefna nokkur glæsileg eintök af öflugustu sportjeppum götunnar; með ofurjeppann Cayenne fremstan í flokki. Þá verður glæný útgáfa af hinum þrælmagnaða Macan á svæðinu og svo smellum við okkur í sportgírinn og frumsýnum nýjustu kynslóðina af goðsögninni 911,“ segir Thomas.
„Og ekki er allt búið enn, fagnaðurinn nær svo hámarki með frumsýningu á Porsche Cayenne Coupe, sem sver sig svo sannarlega í ættina,” segir Tómas.