*

Bílar 6. nóvember 2016

Cayenne S E-Hybrid

Porsche kynnti nýverið til leiks Cayenne S E-Hybrid sem er í tengiltvinnútfærslu sem er með allt að 30% minni eyðslu í samanburði við hefðbundinn Cayenne.

Þessi tignarlegi Plugin Hybrid jeppi er nú einnig í boði í nýrri Platinium útfærslu með mjög miklum aukabúnaði og þannig búinn var Cayenne S E-Hybrid tekinn í reynsluakstur. Í þessari útfræslu er jeppinn með 20 tommu felgum, samlitum brettaköntum, leiðsögukerfi með Íslandskorti, Porsche Connect Plus kerfinu sem tengir við Apple Carplay og LTE símkerfi. ofl.

Ég hef alltaf verið hrifinn af innanrýminu í Porsche. Það er alltaf fallega hannað og breytist lítið í áranna rás enda kannski óþarfi að breyta mikið því sem vel er gert. Porsche eru mjög íhaldsamir hvað þetta varðar. Þeir hafa þetta einfaldlega klassískt og flott. Innanrýmið er nánast eins og flugstjórnarklefi með fjölmörgum tökkum hér og þar enda mikið í boði.

Samanlagt 416 hestöfl

Tengiltvinnvélin er með rafmótor og þriggja lítra V6 bensínvél. V6 vélin skilar ein og sér 333 hestöflum en hún og rafmótorinn skila samanlagt 416 hestöflum sem er feykilega fínt afl.

Nánar er fjallað um málið í Bílar, fylgiriti Viðskiptablaðsins. Áskrifendur Viðskiptablaðsins geta nálgast eintak af blaðinu á pdf-formi undir Tölublöð.