*

Sport & peningar 7. febrúar 2013

CCP gerir samstarfssamning við Gunnar Nelson

Gunnar Nelson mun í næstu bardögum sínum auglýsa nýjsta tölvuleik CCP, DUST 514.

Íslenski bardagaíþróttakappinn Gunnar Nelson úr Mjölni hefur og tölvuleikjaframleiðandann CCP hafa undirritað samstarfssamning, sem felur í sér að Gunnar Nelson mun í næstu bardögum sínum auglýsa nýjsta tölvuleik CCP, DUST 514, sem fyrir skemmstu opnaði í prufuútgáfu og mun síðar koma út í almennri útgáfu fyrir PlayStation 3 leikjavélar SONY.

Í tilkynningu segir að forsvarsmenn CCP séu stoltir af því að styðja Gunnar Nelson til frekari afreka á ferli sínum í og hinni stóru alþjóðlegu UFC keppni á sviði blandaðra bardagaíþrótta. Gunnar háði frumraun sína í UFC keppninni í september síðastliðnum þar sem hann lagði Bandaríkjamanninn DaMarques Johnson í fyrstu lotu. Næsti bardagi Gunnars í keppninni er í Wembley Arena í London þann 16. febrúar.

Gunnar Nelson verður sérstakur gestur EVE Fanfest hátíð CCP sem fram fer í Hörpu dagana 25.-27. apríl þar sem hann mun taka bardaga í takt DUST 514.

Stikkorð: CCP  • Gunnar Nelson