*

Tíska og hönnun 18. september 2013

Celine Dion selur höllina á Flórida

Celine Dion hefur sett húsið sem hún teiknaði og hannaði fyrir sig og fjölskyldu sína, á sölu.

Söngkonan heimsfræga, Celine Dion, hyggst selja heimilið sem hún teiknaði og hannaði fyrir sig og fjölskyldu sína. Það var byggt árið 2010 og er á Jupiter eyju og algjörlega girt af svo heimilisfólk fái frið. 

Eignin samanstendur af aðalhúsinu, gestahúsi, tennishúsi, sundlaugarhúsi og strandhúsi. Á lóðinni eru að auki þrjár sundlaugar. Allt í allt er eignin 1750 fermetrar. 

Í aðalhúsinu og gestahúsinu eru samtals 14 svefnherbergi og 20 baðherbergi. Húsinu fylgja húsgögn söngkonunnar svo það er aldeilis happafengur fyrir alla sem elska Celine Dion. En þeir verða að eiga pening því eignin kostar 72 milljón dali eða 8,7 milljarða króna.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Stikkorð: Flórída  • Miamí  • Celine Dion