*

Sport & peningar 12. nóvember 2012

Chelsea hagnast í fyrsta sinn undir Abramovich

Chelsea er nú orðið fimmta stærsta knattspyrnulið Evrópu þegar horft er til veltu. Eigendur segja félagið nú skuldlaust.

Enska knattspyrnuliði Chelsea F.C. hagnaðist um 1,4 milljónir Sterlingspunda á síðasta fjárhagsári félagsins (sem lauk þann 30. júní sl.) eða um 287,3 milljónir króna á núverandi gengi. Félagið tapaði tæpum 68 milljónum króna árið áður.

Það sem gerir hagnað Chelsea athyglisverðan er að þetta er í fyrsta sinn sem félagið hagnast síðan rússneski auðkýfingurinn Roman Abramovich keypti félagið árið 2003.

Velta félagsins nam um 256 milljónum punda á árinu sem gerir það að fimmta stærsta félagi Evrópu, þ.e. með tilliti til veltu en á undan koma Real Madrid, Barcelona, Manchester United og Bayern Munich. Arsenal var áður fimmta stærsta félagið í þessu samhengi.

Í uppgjörstilkynningu frá félaginu um helgina kemur fram að um 167 milljóna skuld félagsins hafi verið breytt í hlutafé á árinu sem gerir félagið skuldlaust.