*

Sport & peningar 26. ágúst 2012

Chelsea notar íslenskan hugbúnað

Breska úrvalsdeildarliðið Chelsea hefur keypt tæki sem gerir vöðvaafrit með þráðlausum búnaði. Tækin kosta allt að 1,5 milljónum.

Fyrirtækið Kine hefur hannað tæki sem gerir vöðvaafrit með þráðlausum búnaði. Tækin hafa verið seld á stofnanir innanlands og erlendis og hefur knattspyrnufélagið Chelsea fest kaup á slíku tæki. Ásmundur Eiríksson, framkvæmdastjóri Kine, segir tækið mæla hreyfingar og því sé hægt að nota það í endurhæfingu og þjálfun.

Á milli 10-20 aðilar eiga tæki hér á landi frá Kine en tækin kosta á bilinu 5000-10.000 evrur.

Tveir starfsmenn starfa hjá Kine og árið 2000 hóf fyrirtækið að hanna og seinna að markaðssetja þennan hugbúnað.

Stikkorð: Ásmundur Eiríksson  • Kine  • Chelsea