*

Sport & peningar 10. september 2012

Chelsea og Samsung endurnýja styrktarsamning

Samningurinn á milli Chelsa og Samung bliknar vart í samanburði við nýlega samning Man.Utd. og General Motors.

Enska knattspyrnuliðið Chelsea hefur endurnýjað styrktarsamning sinn við suður kóreska rafmagnstækjaframleiðandann Samsung.

Á vef BBC kemur fram að styrktarsamningurinn sé að andvirði um 18 milljónir Sterlingspunda (um 3,5 milljarðar ísl.króna) fyrir hvert tímabil en samningurinn gildir til ársins 2015.

Til gamans má geta þess að Manchester United skrifaði í síðustu viku undir samning við bandaríska bílaframleiðandann General Motors að andvirði 349 milljónir punda (um 68,5 milljarðar króna) í tvö ár. Þannig mun merki Chevrolet prýða búninga liðsins til ársins 2014.

Stikkorð: Manchester United  • Chelsea