*

Hitt og þetta 13. júlí 2005

Christie æsir sig yfir "skorti á stolti"

Linford Christie telur að ungir íþróttamenn séu hvattir með peningum í stað titla en hann telur þessa þróun verða þeim að falli, að því er fram kemur á fréttavef BBC.

Fyrrverandi ólympíumeistarinn heldur því fram að lottótekjurnar hafi gert marga af þeim "mjúka" og trúir því að þeir hafi ekki sömu löngun og hann hafði. "Mörgum af þessum strákum er borgað fyrir að halda sér í formi. Við gerðum þetta vegna þess að við höfðum stolt," sagði Christie.

Hinn 44 ára Christie hengdi upp gaddaskónna sína árið 1997 -- fimm árum eftir að hafa orðið ólympíumeistari á leikunum í Barcelona. Hann tekur hins vegar ennþá virkan þátt í starfinu og þjálfar kappa eins og Darren Cambell, Matt Elias, Joice Maduaka og Tim Abeyie. "Ég þjálfa nokkra stráka og leggja þeir mjög hart að sér, en í þeirri tíð sem ég var í þessu, gerðum við þetta vegna þess að okkur fannst það svo gaman," sagði Christie. "Þá voru engir peningar í sportinu en þrátt fyrir það æfðum við allan daginn, hvort sem það var í rigningu eða sól."

Hann gagnrýnir sérstaklega breska karlaliðið sem keppti í Evrópubikarnum í síðasta mánuði. Þeir féllu niður um deild en sluppu með skrekkinn þar sem keppnin á næsta ári gefur fleiri löndum kost á að taka þátt í keppninni. "Vandamálið er stolt. Mér fannst sem íþróttamennirnir höfðu ekki þann baráttuvilja sem þurfti," sagði Christie um Evrópubikarinn. "Það var bara eins þeir gæfu sig ekki alla í keppnina."

Aðspurður um hvort honum þættu lottótekjurnar gera íþróttamennina "mjúka", svaraði Christie: "Já, að einhverju leyti, því þeir þurfa ekki að hafa fyrir því. Sumir af þessum strákum hættu í skóla 16 ára, hafa aldrei þurfta að vinna neitt og hafa því einungis fengið tekjur af því að æfa og keppa."

Christie segir nauðsynlegt að tekið sé á þessum vanda ef Bretland ætlar að endurheimta stöðu sína sem ein af sterkustu þjóðum heims. "Við þurfum að sanna okkur," sagði hann. "Við þurfum að leita eftir efnilegum íþróttamönnum og bæta þarf aðstöðuna víðs vegar um landið. Auk þess þurfum við fleiri góða þjálfara. Það er kominn tími til að við leita að stjörnum."

25 ára afmælistilboð VB – 50% afsláttur af áskrift

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti.
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir í 4 mánuði. Áskrifendur fá Viðskiptablaðið, Frjálsa verslun og Fiskifréttir sent ásamt vefaðgangi að vb.is og fiskifrettir.is