*

Hitt og þetta 21. júlí 2005

Cisco vinnur að lausn gegn ruslpósti

Netbúnaðarrisinn Cisco hefur ásamt fleiri fyrirtækjum, Yahoo, Sendmail og PGP, unnið að lausn til að stemma stigu við ruslpósti. Þess er vænst að lausnin, DKIM (Domainkeys Identified Mail) verði alþjóðlegur staðall sem fái viðurkenningu IETF (Internet Engineering Task Force). Hvort sú verður raunin kemur í ljós í ágústmánuði. Cisco og Yahoo hafa hvort í sínu lagi unnið að lausn á ruslpóstsvandanum en sameina nú tæknina undir einum hatti.

Með DKIM verður ávallt hægt að bera kennsl á þann sem sendir tölvupóst og því ekki lengur hægt að senda nafnlausan tölvupóst eða falsa nafn sendandans.

Byggt á frétt á heimasíðu Tæknivals.

25 ára afmælistilboð VB – 50% afsláttur af áskrift

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti.
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir í 4 mánuði. Áskrifendur fá Viðskiptablaðið, Frjálsa verslun og Fiskifréttir sent ásamt vefaðgangi að vb.is og fiskifrettir.is