*

Bílar 16. október 2020

Citroën kynnir tengiltvinnbíl

Í lok október verður nýr tengiltvinnbíll franska bílaframleiðandans frumsýndur en forpantanir eru þegar hafnar hjá Brimborg.

Nýr Citroën C5 Aircross PHEV tengiltvinnbíll verður frumsýndur í lok október en forpantanir eru hafnar á bílnum hjá Brimborg.
Franski bílaframleiðandinn Citroën stefnir að því að allir bílar Citroën verði rafmagnaðir fyrir árið 2025. Citroën hefur verið í fararbroddi tækninýjunga í bílgreininni alla tíð í yfir 100 ára sögu sinni.  

Citroën C5 Aircross PHEV er þægilegur í akstri með þremur akstursstillingum, Electric, Hybrid og Sport, með 8 gíra sjálfskiptingu og kraftmikilli aflrás sem samanlagt er 225 hestöfl sem sækir afl sitt bæði úr 45 hestafla rafmótor og 1,6 lítra, 180 hestafla, bensínvél.

Bíllinn er fáanlegur með öflugri 7,4 kW hleðslustýringu. Stærð rafhlöðunnar er 13,2 kW og drægni hennar í 100% rafmagnsstillingu kemur honum 55 km á hreinu rafmagni sem er vel umfram 40 km daglegan meðalakstur á höfuðborgarsvæðinu. Hægt er að fullhlaða heima eða í vinnu á innan við 2 tímum. Einfalt er hafa yfirsýn yfir hleðslustöðu bílsins og virkja, stöðva eða tímasetja hleðslu í MyCitroën®appinu.

Citroën C5 Aircross PHEV er vel búinn þar sem m.a. má finna forhitun sem tryggir alltaf heitan og notalegan bíl. Forhitunin er fjarstýrð með MyCitroën appinu og einfalt að tímastilla fyrir alla vikudagana fram í tímann, hvort sem er í appinu eða á skjánum í mælaborðinu.

Einnig er Citroën C5 Aircross PHEV með GPS vegaleiðsögn, veglínuskynjun, hraðastilli, bakkmyndavél, nálægðarskynjurum að framan og aftan, lyklalausu aðgengi og þráðlausri símahleðslu svo fátt eitt sé nefnt. Citroën C5 Aircross PHEV er búinn 20 aksturskerfum sem aðstoða ökumann við akstur m.a. ef þreyta gerir vart við sig. Kerfi bílsins greina hugsanlegar hættur og lágmarka þannig hættu á árekstri

Stikkorð: bílar  • Citroën  • tengiltvinnbíll