*

Hitt og þetta 27. september 2006

Coca-Cola besti styrktaraðilinn

Það fór ekki framhjá neinum að það voru Ítalir sem sigruðu á HM í knattspyrnu en sérfræðingar sem rýna í markaðsmál telja að Coca-Cola hafi stolið athyglinni sem styrktaraðili en félagið var einn af 15 stuðningsaðilium FIFA fyrir keppnina. Ein deild FIFA, Sponsorship Intelligence, hefur unnið við að rannsaka áhrif kostunar- og styrktarsamninga á HM í sumar. "Út frá þeim tölulegu gögnum sem við höfum undir höndum erum við ekki í neinum vafa um að Coca-Cola náði bestum árangri. Fólk man best eftir þeim af öllum styrktaraðilunum," segir framkvæmdastjóri Sponsorship Intelligence, Jamie Graham.

Það skiptir sjálfsagt engu máli en Coca-Cola hefur verið dyggasti og traustasti styrktaraðili FIFA í gegnum tíðina en félagið hefur tengt sig við HM allt síðan keppnin var haldin í Mexíkó 1970. Það er trú þeirra að þessi stöðugleiki hafi skilað félaginu árangri. Að þessu sinni útvíkkaði félagið styrktarsamninga sína og og tengdi sig viðburðum og undankeppni víða. Mestur slagkraftur var þó í umfjöllun Coca Cola um sjálfa keppnina en vörumerki félagsins voru kynnt við öll hugsanleg og hugsanleg tækifæri. Skipti miklu að það tókst gríðarlega vel til með allar uppákomur og kom þrisvar sinnum fleira fólk á slíka viðburði en í undanförnum keppnum. Þetta tókst vel í alla staði og fengu Þjóðverjar um 110 milljarða króna í sinn hlut og högnuðust um 10 milljarða króna.

Byggt á Börsen

25 ára afmælistilboð VB – 50% afsláttur af áskrift

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti.
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir í 4 mánuði. Áskrifendur fá Viðskiptablaðið, Frjálsa verslun og Fiskifréttir sent ásamt vefaðgangi að vb.is og fiskifrettir.is