*

Sport & peningar 28. maí 2014

Cristiano Ronaldo „markaðsvænasti“ leikmaður heims

Fjölmörg fyrirtæki sem nota ímynd Ronaldo í auglýsingum sínum.

Cristiano Ronaldo hefur verið útnefndur „markaðsvænasti“ knattspyrnumaður heims samkvæmt Repucom, en fyrirtækið sérhæfir sig í íþróttatengdri markaðsþjónustu. Í öðru sæti er Lionel Messi og í því þriðja er Spánverjinn Gerard Piqué.

Samkvæmt Repucom er Ronaldo þekktasti knattspyrnumaður heims í dag en talið er að 83,9% íbúa á heimsvísu þekki kappann. Á mörkuðum Ítalíu, Spánar, Þýskalands og fleiri landa er hann enn þekktari. 

Nú styttist í Heimsmeistarakeppnina í knattspyrnu, sem er sá íþróttaviðburður sem flestir í heiminum horfa á. Þar verður Ronaldo í aðalhlutverki. Leikmaðurinn skiptir ekki einungis miklu máli fyrir lið sitt á mótinu, heldur einnig fyrir þau fjölmörgu fyrirtæki sem nota ímynd hans í auglýsingum. 

BBC sagði frá

Stikkorð: Knattspyrna