*

Tölvur & tækni 28. febrúar 2013

Dæmdi Samsung í vil og fær nú greiðslur frá fyrirtækinu

Enskur dómari dæmdi Apple til að biðja Samsung afsökunar á forsíðu apple.com og þiggur nú greiðslur frá Samsung.

Enskur dómari, sem komst í heimsfréttirnar í fyrra þegar hann neyddi Apple til að birta afsökunarbeiðni til Samsung á heimasíðu sinni, þyggur nú greiðslur frá Samsung.

Dómarinn, sem heitir Sir Robin Jacob, var einn af þremur dómurum í yfirrétti í Englandi, í máli Samsung gegn Apple. Dómurinn féll í október í fyrra og var Samsung í vil. Í dómsorðinu var Apple gert að birta afsökunarbeiðni á aðalsíðu apple.com.

Nú takast Samsung og Ericsson á um höfundarréttar- og einkaleyfismál og er Jacob einn af sérfræðingunum sem lagt hafa Samsung lið í þeim slag. Þetta þýðir að Jacob þyggur nú greiðslur frá sama tæknirisanum og hann dæmdi í vil fyrir aðeins nokkrum mánuðum.

Stikkorð: Apple  • Samsung  • Ericsson  • Robin Jacob